Aðalfundur Orkuklasans 3. júní 2021
Aðalfundur Orkuklasans fer fram fimmtudaginn 3. júní klukkan 15:00 til 16:30. Fundurinn verður haldinn í Orkugarðinum, Grensásvegi 9, Reykjavík.
Í samræmi við samþykktir Orkuklasans er hér með boðað til aðalfundar þar sem kosin verður stjórn og stjórnarformaður.
Vakin er athygli á að þann 3. júní mun Orkuklasinn einnig halda viðburð um rafeldsneyti sem fer fram kl. 13:00 til 14:30 í Orkugarðinum, Grensásvegi 9, Reykjavík.
Samkvæmt 13. grein samþykkta Orkuklasans ber stjórn klasans að velja fulltrúa fimm aðildarfélaga í kjörnefnd sem gengur úr skugga um að löglega hafi verið til fundarins boðað og hversu mörg atkvæði mætt er fyrir á fundinum. Þá leggur kjörnefnd fyrir aðalfund tillögu um formann stjórnar sem og 6 aðra stjórnarmenn, svo og hverjir verði kjörnir endurskoðendur Orkuklasans.
Kjörnefnd skipa fulltrúar eftirtalinna fyrirtækja:
- Landsvirkjun
- BBA Fjeldco
- Verkís
- Reykjavik Geothermal
- Landsnet
Þar sem kjörnefnd leggur fyrir félagsfundinn tillögu um hver verði formaður stjórnar og hverjir sitji í stjórn Orkuklasans, er þess óskað að aðildarfélög sendi tilkynningu til klasastjóra (alexander@energycluster.is) sækist fulltrúar þeirra eftir sæti í stjórn og/eða sækist þeir eftir að gegna stjórnarformennsku.
Þess er óskað að framboð til stjórnar og stjórnarformennsku berist fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 26. maí 2021.
Öllum ábendingum verður komið til kjörnefndar til frekari umræðu og skoðunar í samræmi við 13 gr. samþykkta Orkuklasans.
Dagskrá aðalfundar:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar um nýliðið starfsár.
- Reikningar nýliðins starfsárs skýrðir, lagðir fram og bornir upp til samþykktar.
- Fjárhags- og starfsáætlun næsta árs lögð fram og borin upp til samþykktar.
- Tillaga að árgjöldum næsta starfsárs lögð fram og borin upp til samþykktar.
- Tillögur að breytingum á samþykktum Orkuklasans kynntar og þær bornar upp til samþykktar.
- Kjör stjórnar, varastjórnar og formanns stjórnar.
- Kjör endurskoðanda reikninga, bókhalds og starfshátta klasans.
- Önnur mál
Öll aðildarfélög eru beðin um að staðfesta þátttöku með bréfi eða með tölvupósti og tilgreina nafn þess sem fer með atkvæði viðkomandi aðildarfélags. Skráning: http://bit.ly/adalfundur_orkuklasans2021
Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum.
Vegna gildandi samkomutakmarkana, eru þeir sem ætla að sækja fundinn vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrirfram.
F.h. Orkuklasans,
Alexander Richter, framkvæmdastjóri