Aðalfundur Orkuklasans var haldinn þann 24.maí sl.

News

Posted On: May 29, 2022

Aðalfundur Orkuklasans var haldinn þann 24.maí sl.

Aðalfundur Orkuklasans var haldinn í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur þann 24.maí sl.

Dagskrá aðalfundar var samkvæmt samþykktum félagsins en auk hefðbundinnar dagskrá fengu fundarmenn kynningu á nýju hlutverki jarðborsins Dofra. Fundarstjóri fundarins var Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóra Ferðaklasans og ritari Lilja Tryggvadóttir sérfræðingur hjá OR.

Formaður fór yfir annasamt og árangursríkt starfsár þrátt fyrir takmarkanir í heimsfaraldri og var fráfarandi framkvæmdastjóra, Alexander Richter þakkað fyrir góð störf í þágu klasasamstarfsins sem og að vera einn helsti sendiherra jarðvarmans á heimsvísu.
Af öðrum verkefnum ólöstuðum stóðu verkefni WGC 2020+1 hæst sem var með öllu framúrskarandi og Bjarna Pálssyni sérstaklega þakkað fyrir skörumannlega stjórnun ráðstefnunnar frá upphafi til enda.

Ný stjórn Orkuklasans 2022 -2023 var kjörinn á aðalfundi sem skipuð er 7 aðalmönnum og 7 varamönnum og þeir eru:

  • Árni Magnússon, ÍSOR formaður, varamaður Bjarni Ricther ISOR
  • Ingvi Gunnarsson, OR, varamaður Sunna B Helgadóttir, HS Orka
  • Ríkarður Ríkarðsson, Landsvirkjun, varamaður  Laufy Gunnþórsdóttir, RARIK
  • Sigurður Atli Jónsson AGE corp, varamaður  Sigþjór Jónsson GEG ehf
  • Sigurður Sigurðsson, Jarðboranir, varamaður Páll E Pálsson, VHE
  • Kristín Steinarsdóttir, Mannviti, varamaður Steinþór Gíslason, Efla
  • Carine Chatenay, Verkís, varamaður Gunnar Ö Gunnarsson, RG

 

Nýr framkvæmdastjóri, Rósbjörg Jónsdóttir sló taktinn og kynnti áætlanir og starfsmarkmið ársins 2022 og hvatti til aukinnar virkni og aukins samstarfs bæði inná við jafnt sem þvert á greinar. Markmiðið er að stuðla að og viðhalda þeim verkefnum sem lagt hefur verið upp með, efla virkni og aðgerðir á vegum OK og auka sýnileika samstarfsvettvangsins.

Þá voru afdrif jarðborins Dofra kynnt af fráfarandir framkvæmdastjóra, Alexander Richter og Gretti Haraldssyni, verkefnastjóra hjá OR fyrir Elliðaárstöð.

Jarðborinn Dofri mun hafa nýtt fræðslu og kynningarhlutverk í Elliðárdalnum þar sem honum verður komið upp á nýju fjölskylduvænu útivistarsvæði. Þar mun verða sett upp aðlaðandi og spennandi fræðsluvettvangur um orkumál og innviði veitu borgarbúa. En fyrir tilkomu aðila Orkuklasans, óbilandi trú og elju á viðfangsefnið og samhentni, tókst að bjarga bornum frá því að fara í brotajárn.

Sérstakar þakkir eru færðar til Jarðborana, OR, Landsvirkjunar og HS Orku til að sammælast um að bjarga bornum og VHE til að hýsa hann og byggja hann upp á ný. Síðast en ekki síst Alberti Albertssyni sem hafði veg og vanda á að virkja og koma þessari lausn áfram.