Ágóði WGC2020+1 afhentur Orkuklasanum á lokahófi í Grósku

News

Posted On: September 17, 2022

Ágóði WGC2020+1 afhentur Orkuklasanum á lokahófi í Grósku

Starfandi stjórnarformaður tekur handsalar ávinninginn

Lokahóf WGC 2020 +1  var haldið í Grósku 16.september þar sem fulltrúar úr orkugeiranum ásamt velunnurum komu saman til að fagna framúrskarandi árangri verkefnisins hvert sem litið var.  Alheimsviðburðurinn WGC 2020+1 skilaði um það bil 30 milljón króna ágóða og segir Bjarni Pálsson, forsvarsmaður ráðstefnunnar að sammælst hafi verið um að setja ágóðann í sérstakan sjóð sem verður í vörslu Orkuklasans.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hrósaði aðstandendum viðburðarins sérstaklega að þessu tilefni og talaði um að mikilvægt sé fyrir Íslendinga að miðla þekkingu sinni og einnig að laða að þekkingu hingað til lands.
„Frumkvöðlar og hugvit munu leysa stærstu áskoranir samfélaga og heimsins. Ísland sem hefur skipað sér í fremstu röð á þessu sviði á að nýta sér það til fulls. Hér höfum við ríka hefð sem við eigum ekki bara að nýta fyrir okkur sjálf heldur fyrir umhverfið og uppbyggingu viðskiptatækifæra um heim allan,“ er haft eftir Áslaugu.

„Ísland er draumastaðsetning þegar kemur að því að efna til samtals um sjálfbærar orkulausnir. Eftirspurn annarra þjóða á að fá að læra af því sem hér hefur verið gert er mikil og slíkir viðburðir gefa Íslendingum einnig einstakt tækifæri til að læra um það fremsta sem er að gerast í öðrum löndum. Þessa eftirspurn eftir þekkingu og samtali eigum við Íslendingar því að nýta og virkja því af því höfum við öll hag,“ er haft eftir Bjarna.

Starfandi stjórnarformaður handsalar ávinninginn

Bjarni Richter starfandi stjórnarformaður OK og Bjarni Pálsson formaður skipulagsnefndar WGC2020

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Hjalti Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Georg

Hjalti Páll Ingólfsson, verkefnastjóri undirbúningsnefndar WGC

Bjarni Pálsson, Landsvirkjun

Bjarni Pálsson, forsvarsmaður WGC2020+1

Rósbjörg Jónsdóttir

Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans

Related Posts
You May Also Like