Cornell háskóli heimsóttur með forseta Íslands

News

Posted On: November 12, 2022

Cornell háskóli heimsóttur með forseta Íslands

Dagana 8-11.nóvember var Cornell háskóli heimsóttur en Orkuklasinn ásamt HR undir forrystu GRP er í samstarfi við háskólann á sviði endurnýjanlegra orku, sjálfbærni, nýsköpun og loftlagsmálum.  Markmið heimsóknarinnar var að kynna sér hvernig Cornell háskóli er að byggja upp endurnýjanlegt orkukerfi fyrir allar byggingar og starfsemi skólans.

Í heimsókninni kynnti hópurinn sér tæknisetur Cornell Háskóla á Rosewellt eyju á Manhattan þar sem búið er að byggja upp sjálfbært þekkingar og þróunarsetur þar sem hringrásarhagkerfið kristallast í verki.
Að þvi loknu var ekið norður í Íþöku þar sem aðalbyggingar Cornell eru.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var með hópnum í Íþöku en hann var jafnframt með afar áhrifaríkan fyrirlestur í hátíðarsal skólans sem hægt er að hlusta á hér:
https://www.cornell.edu/video/president-iceland-lecture

Cornell er að byggja upp víðamikið orkukerfi m.a. að fyrirmynd Ísl endinga. Cornell notar notar vatn úr nálægu stöðuvatni og varmaskipta til að kæla byggingar að sumarlagi og sparast með því veruleg orka. Þá skoðuðum við borholuna við skólann sem hefur verið notuð í rannsóknaskyni og til undirbúnings nýtingu á jarðhita. Þá kynnti hópurinn sér rafmagnsframleiðslu skólans með sólarsellum en uppsett afl þeirrar virkjunar er rúmlega 20 megavött.

Þá var endað á því að skrifa undir sameiginlega viljayfirlýsingu um að setja upp rannsóknarsetur endurnýjanlegra orkugjafa og sjálfbærni á Íslandi við þetta tækifæri.