EFLA hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands

News

Posted On: June 28, 2022

EFLA hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Efla hlýtur Útflutningsverðlaunin 2022

Efla hlýtur Útflutningsverðlaunin 2022

Efla verkfræðistofa, hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2022 nú í júní. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.  Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri tók við viðurkenningunni.

Útflutingsverðlaunin forseta Íslands hafa verið veitt frá árinu 1989. EFLA fyrsta fyrirtækið á sviði verkfræði til að hljóta þau. Tilgangurinn þessara verðlauna er að vekja athygli á þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og alþjóðlegra viðskipta íslenskra fyrirtækja og heiðra þá sem hafa náð sérstaklega góðum árangri í sölu og markaðssetningu á íslenskum vörum og þjónustu erlendis.

Á undanförnum árum hefur Efla lagt áherslu á alþjóðlega þróun með útflutning á hugviti og þekkingu  með það að markmði að renna fleiri stoðum undir starfsemi sína, dreifa áhættu og nýta þekkingu og hugvit til aukinna tækifæri til vaxtar.  Umfangsmesta  útflutningsafurð Eflu er rágjöf á sviði undirbúnings, hönnunar og verkefnastjórnunar við uppbyggingu orkuflutningasmannvirkja.

frekari upplýsingar er hægt að lesa um Eflu á vef félagsins – www.efla.is

Við óskum Eflu innilega til hamingju með viðurkenninguna en þau eru svo sannarlega vel að þeim komin.

Á myndinni er Sæmundur Sæmundsson framkvæmdastjóri að taka við viðurkenningunni af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Myndin er fengin af vef Eflu.