Velgengni Carbfix heldur áfram – 16 milljarða styrkur frá ESB
Nýsköpunarsjóður Evrópusambandsins mun styrkja CARPFIX um 16 milljarða íslenskra króna til uppbyggingar á móttöku og förgunarmiðstöðinni Coda Termainal, Sódastöðinni sem fyrirhuguð er að opni í Straumsvík. Miðstöð þessi er fyrsta sinnar tegundar í heiminum.
Styrkurinn sem Carbfix hlýtur er sá mesti sem íslenskt fyrirtæki hefur hlotið úr sjóðum ESB. Styrkurinn fellu rjafnframt undir sjtórn Loftlags og umhverfisstofnun ESB (CINEA).
Markmið Coda Terminal er a ðfanga CO2 úr útblæstri frá iðnaði í Evrópu og flytja með skipum itl Straumsvíkur sem því verður dælt í geymslutanka við hafnarbakkann. CO2 verður síðan leyst í vatni áður en því verður dælt í djúp berglög þar sem það mun bindast í steindum á innan við tveimur árum með tækni Carbfix. Sú tæknilausn hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda CO2 varanlega og koma þannig í veg fyrir áhrif þess á loftslagið.
Það verður gríðarlega spennandi að fylgjast með þessu mikilvæga og áhirfamikla verkefni og óskum við félögum okkar hjá Carbfix áframhaldandi góðs gengis.
Nánar er hægt að fræðast um Carbix verkefnið á vefnum þeirra: www.carbfix.com
- Mynd fengin af vef thinkgeothermal source: flickr/thinkgeonergy, creative commons
- byggt á frétt sem birtist á vb.is 13.júlí