Jarðhiti

Iceland Geothermal

Fyrsta jarðvarmavirkjun Íslands hóf starfsemi árið 1969, á eftir fylgdu tvær stærri virkjanir á árunum 1978 og 1979. Upplýsingar um allar jarðvarmavirkjanir í landinu eru hér fyrir neðan.

Ísland er meðal tíu efstu landa í heiminum þegar kemur að raforkuframleiðslu úr jarðvarma með uppsett jarðvarmaafl hátt í 800 MW. Ísland hefur verið til fyrirmyndar þegar horft er til beinnar nýtingar og það endurspeglast ekki síst í húshituninni en 90% allra heimila í landinu eru hituð upp með jarðvarma.

Þá eru mikil tækifæri í fjölnýtingunni og hefur hún vaxið mjög. Ber þar að nefna baðlóðin og sundlaugar, gróðurhúsin, fiskeldi á landi og margvísleg frekari starfsemi.

Ísland hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að styðja við þróun jarðvarmans á alþjóðavettvangi. Í gegnum UNESCO þá er starfræktur hér á landi Jarðhitaskólinn við GRÓ – Þekkingamiðstöð þróunarsamvinnu, þar sem Ísland hefur stutt við uppbyggingu þekkingar og hæfni á sviði jarðvarma í þróunarlöndunum og víðs vegar um heim allann.

Hvað er jarðhiti?

Jarðhitinn er ein mesta auðlind Íslands og hefur verið nýttur allt frá 13.öld skv heimildum.
Orka unnin úr jarðhita er varmaorka sem myndast og er geymd í jörðinni. Jarðhitinn verður til þar sem jarðskorpan er nægilega heit og þar finnist nægar sprungur og vatnsgeng jarðlög þannig að vatn geti runnið þar um og með því flutt með sér hitaorku eða varma neðan úr djúpum jarðlögum ( www.isor/jardhiti)

Jarðhitinn á uppruna sinn í jarðskorpunni við upphaflega myndun jarðarinnar og er staðbundinn.
Aðgangur að auðlindinni fæst með borun og aðgangi að gufu eða heitu vatni. Jarðvarmi er grunnorkuauðlind sem er endurnýjanleg.

Hver er ávinningur af nýtingu jarðvarma?

Endurnýjanleg

Með ábyrgri stjórnun jarðhitasvæða er hægt að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra og hámarka orkuvinnslu. Þar skiptir máli góð þekking á svæðiu, borun og framleiðsla, stöðug vöktun og aðlögun framleiðslustefnu.

Lítið fótspor

Heilt yfir er fótspor jarðvarmaorku lítil miðað við jarðefnaeldsneyti og gerir því þennan valkost umhverfisvænni til raforkuframleiðslu

Stöðugleiki

Jarðvarmavirkjanir framleiða rafmagn með stöðugum hætti óháð veðurskilyrðum eða öðrum ytri þáttum 24/7 ( baseloa)

Hreinleiki

Nútíma lokuð jarðvarmavirkjanir losa engar gróðurhúsalofttegundir; lífsferilslosun gróðurhúsalofttegunda (50 g CO2 jafngildi/kWst) er fjórum sinnum minni en sólarorku og sex til tuttugu sinnum minni en jarðgasi.

Staðsetning

Jarðvarmavirkjanir eru fyrirferðarlitlar; þær nota minna land á hverja GWh (404 m²) en kol (3642 m²), vindorka (1335 m²) eða sólarorka með miðstöð (3237 m²).

Jarðvarmavirkjanir á Íslandi

Á myndinni hér til hægri, má sjá staðsetningar þeirra jarðvarmavirkjana sem starfræktar eru á Íslandi. Þessar virkjanir framleiða 29% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi og mestan hluta þeirrar hitaveitu sem er nýtt um landið.

Heildarframleiðsla jarðvarmavirkjana er um 800 MW ( 753,3 ) (March 2021).

ICELAND GEOTHERMAL er samheiti yfir jarðvarmasamstarfsins innan Orkuklasans.

Kópavatn
This is a low-temperature plant set-up in the region of Flúðir utilising a well-deriving hot water of 120°C, with 70°C water then being used locally for heating greenhouses. The company is planning an additional similar-sized project and expansions of its existing two plants in the region.
Húsavík
This is a low-temperature plant, and was one of the few Kalina plants in the world. Currently, the plant is not in operation; there have been discussions on a refurbishment of the plant for power generation for several years.
Theystareykir
The latest of the large geothermal power plants with a capacity of 90 Mwe and is in expansion phase
Nesjavellir
Nesjavellir is located about 177m above sea level. Hot water for heating purposes is pumped to a tank on a neighbouring ridge at 406 m above sea level. From there the water is supplied through 23 km of pipes to provide district heating in the greater Reykjavik area, losing only 2°C in temperature on the way.
Hellisheidi
Everything beyond the geothermal fluids generally runs into the reinjection system down to the groundwater system in the geothermal reservoir. A hydrogen sulphide abatement unit is located at the plant, which uses the Carbfix process to filter out 75% of the hydrogen sulphide and 30% of the carbon dioxide which is dissolved in the geothermal fluids and conducted into the re-injection system.
Kröflustöð
Kröflustöð is a prime example of Iceland’s commitment to harnessing renewable energy sources and its leadership in geothermal energy technology. Kröflustöð was commissioned on February 21, 1978, and is located in Northeast Iceland, near Lake Mývatn. Kröflustöð began electricity production in 1978, initially sending only 7 MW to the Landsnet distribution system. Since 1999, Kröflustöð has operated with two turbine units and a full capacity of 60 MW, with an annual energy production capacity of approximately 465 GWh. The power plant is run by the national power company Landsvirkjun.
Reykjanes
The Reykjanes Power Plant is the only seawater-cooled geothermal power plant in the world, and has one of the highest intake pressure to a geothermal turbine.
Svartsengi
In close proximity to the Blue Lagoon geothermal spa, the main tourist attraction in Iceland, which runs on waste water from the geothermal power plant. On the plant site, the company Carbon Recycling International is currently working on a new technology for converting CO2 emissions from the plant into methanol fuel
Gufustöðin í Bjarnarflagi (Bjarnarflag)
Fuelling district heating, a brick factory, a palette factory and a geothermal spa (Jardböd vid Mývatn)