Iceland Geothermal
Fyrsta jarðvarmavirkjun Íslands hóf starfsemi árið 1969, á eftir fylgdu tvær stærri virkjanir á árunum 1978 og 1979. Upplýsingar um allar jarðvarmavirkjanir í landinu eru hér fyrir neðan.
Ísland er meðal tíu efstu landa í heiminum þegar kemur að raforkuframleiðslu úr jarðvarma með uppsett jarðvarmaafl hátt í 800 MW. Ísland hefur verið til fyrirmyndar þegar horft er til beinnar nýtingar og það endurspeglast ekki síst í húshituninni en 90% allra heimila í landinu eru hituð upp með jarðvarma.
Þá eru mikil tækifæri í fjölnýtingunni og hefur hún vaxið mjög. Ber þar að nefna baðlóðin og sundlaugar, gróðurhúsin, fiskeldi á landi og margvísleg frekari starfsemi.
Ísland hefur verið í fararbroddi þegar kemur að því að styðja við þróun jarðvarmans á alþjóðavettvangi. Í gegnum UNESCO þá er starfræktur hér á landi Jarðhitaskólinn við GRÓ – Þekkingamiðstöð þróunarsamvinnu, þar sem Ísland hefur stutt við uppbyggingu þekkingar og hæfni á sviði jarðvarma í þróunarlöndunum og víðs vegar um heim allann.
Hvað er jarðhiti?
Jarðhitinn er ein mesta auðlind Íslands og hefur verið nýttur allt frá 13.öld skv heimildum.
Orka unnin úr jarðhita er varmaorka sem myndast og er geymd í jörðinni. Jarðhitinn verður til þar sem jarðskorpan er nægilega heit og þar finnist nægar sprungur og vatnsgeng jarðlög þannig að vatn geti runnið þar um og með því flutt með sér hitaorku eða varma neðan úr djúpum jarðlögum ( www.isor/jardhiti)
Jarðhitinn á uppruna sinn í jarðskorpunni við upphaflega myndun jarðarinnar og er staðbundinn.
Aðgangur að auðlindinni fæst með borun og aðgangi að gufu eða heitu vatni. Jarðvarmi er grunnorkuauðlind sem er endurnýjanleg.
Hver er ávinningur af nýtingu jarðvarma?
Endurnýjanleg
Lítið fótspor
Stöðugleiki
Hreinleiki
Staðsetning
Jarðvarmavirkjanir á Íslandi
Á myndinni hér til hægri, má sjá staðsetningar þeirra jarðvarmavirkjana sem starfræktar eru á Íslandi. Þessar virkjanir framleiða 29% af öllu rafmagni sem framleitt er á Íslandi og mestan hluta þeirrar hitaveitu sem er nýtt um landið.
Heildarframleiðsla jarðvarmavirkjana er um 800 MW ( 753,3 ) (March 2021).
ICELAND GEOTHERMAL er samheiti yfir jarðvarmasamstarfsins innan Orkuklasans.