Vatnsorka

Vatnsorka

Fyrsta vatnsaflsvirkjunin á Íslandi hóf starfsemi sína árið 1904. Virkjunin var reist við Hörðuvelli í Hafnafirði af frumkvöðlinum Jóhannesi Jóhannessyni Reykdal. Reykjavík fékk sína fyrstu vatnsaflsvirkjun árið 1921 og Akureyri 1922. Með þessum virkjunum var raforkumarkaður á Íslandi formlega stofnaður.

Árið 1965 var Landsvirkjun stofnuð á Íslandi, með það að leiðarljósi að "hámarka nýtingu náttúruauðldina landsins og hvetja erlenda fjárfesta í orkufrekum iðnaði til að fjárfesta á Íslandi".  Stærri vatnsaflsvirkjanir hófu þróun sína snemma á áttunda áratugnum.

Í dag er uppsett vatnsaflsframleiðslugeta um 2204 MW. Það reiknast um 72% af allri raforkuframleiðslugetu Íslands. Ísland tók virkan þátt í þróun og stofnun Hydropower Sustainability Assessment Protocol og var einn af fyrstu stuðnignsaðilum þess og virkur þátttakandi. Íslensk fyrirtæki hafa tekið þátt á alþjóðavettvangi í þróun vatnsaflsvirkjana af ýmsum stærðum.

Hvað er Vatnsafl?

Vatnsafl er orka sem er framleidd úr hreyfingu vatns.  Uppspretta vatnsafls er vatn of því eru vatnsaflsvirkjanir staðsettar á eða nálægt vatnsuppsprettu. Magn vatnsrennslis og breyting á hæð (eða falli) frá einum stað til annars ákvarðar magn tiltækrar orku í hreyfanlegu vatni.

Hver er ávinningur vatnsafls?

Endurnýjanleg

Vatnsafl er endurnýjanleg orka. Það þýðir að við getum klárað hana. Hins vegar aðeins takmarkaður fjöldi hentugra lóna þar sem hægt er að byggja vatnsaflsvirkjanir

Stuttur viðbragðstími

Vatnsaflsvirkjanir geta farið hratt úr núllafli í hámarksafköst. Þar sem vatnsaflsvirkjanir geta framleitt rafmagn fyrir raforkukerfið strax, veita þær nauðsynlega varaorku á meðan á rafmagnsleysi eða truflunum stendur.

Baseload

Vatnsaflsorka er áreiðanlegur orkugjafi. Litlar sveiflur eru að finna í raforku sem virkjanir framleiða, nema óskað sé eftir öðru framleiðslumagni. Lönd sem búa við miklar vatnsaflsauðlindir nýta vatnsafls orkuna sem grunn orkugjafa. Svo fremri sem vatn er til staðar í lóninu þá er hægt að framleiða rafmagn.

Innlend

Vatnsaflsorka er innlend orkuuppsretta og gerir hverju þjóð kleift að framleiða sína eigin orku án þess að vera háð alþjóðlegum eldsneytisgjöfum.