Vatnsorka
Fyrsta vatnsaflsvirkjunin á Íslandi hóf starfsemi sína árið 1904. Virkjunin var reist við Hörðuvelli í Hafnafirði af frumkvöðlinum Jóhannesi Jóhannessyni Reykdal. Reykjavík fékk sína fyrstu vatnsaflsvirkjun árið 1921 og Akureyri 1922. Með þessum virkjunum var raforkumarkaður á Íslandi formlega stofnaður.
Árið 1965 var Landsvirkjun stofnuð á Íslandi, með það að leiðarljósi að "hámarka nýtingu náttúruauðldina landsins og hvetja erlenda fjárfesta í orkufrekum iðnaði til að fjárfesta á Íslandi". Stærri vatnsaflsvirkjanir hófu þróun sína snemma á áttunda áratugnum.
Í dag er uppsett vatnsaflsframleiðslugeta um 2204 MW. Það reiknast um 72% af allri raforkuframleiðslugetu Íslands. Ísland tók virkan þátt í þróun og stofnun Hydropower Sustainability Assessment Protocol og var einn af fyrstu stuðnignsaðilum þess og virkur þátttakandi. Íslensk fyrirtæki hafa tekið þátt á alþjóðavettvangi í þróun vatnsaflsvirkjana af ýmsum stærðum.
Hvað er Vatnsafl?
Vatnsafl er orka sem er framleidd úr hreyfingu vatns. Uppspretta vatnsafls er vatn of því eru vatnsaflsvirkjanir staðsettar á eða nálægt vatnsuppsprettu. Magn vatnsrennslis og breyting á hæð (eða falli) frá einum stað til annars ákvarðar magn tiltækrar orku í hreyfanlegu vatni.