Íslensk Vindorka
Þrátt fyrir að Ísland sé staðsett í Norður - Atlantshafi og vindur stöðugur í landinu, hefur þróun vinorkuverkefna verið takmörkuð.
Landsvirkjun hefur allt frá 2013 unnið að árangursríku rannsóknar og þróunarverkefni með tvær vindmyllur. Samanlögð afkastageta þeirra er upp á 2MW. Með hliðsjón af meðalafkastastuðli verkefnisins, sem fer yfir tölur vindgarða á hafi úti, þá sýnir það að miklir möguleikar eru fyrir þróun vindorku á Íslandi.
Í dag eru nokkrir aðilar að skoða vindorkuþróun á ýmsum svæðum á Íslandi og Landsvirkjun er að hefja framkvæmdir á vindorkugarði haustið 2024.
Í bland við grunnorkugetu vatnsafls og jarðvarma, myndi vindorka auka framboð á samkeppnishæfri grænnri orku á Íslandi.
Hvað er vindorka?
Vindorka er ferlið þar sem vindur er notaður til að framleiða vélrænt afl eða rafmagn. Vindorka er framleidd með vindmyllum sem umbreyta hreyfiorku vindsins í vélrænt afl. Þetta vélræna afl er nýtt til ákveðinna vekrefna eins og umbreyta því í rafmagn með rafala. Aflið getur einnig verið notað til að mala korn eða dæla vatni.