Vindorka

Íslensk Vindorka

Þrátt fyrir að Ísland sé staðsett í Norður - Atlantshafi og vindur stöðugur í landinu, hefur þróun vinorkuverkefna verið takmörkuð. 
Landsvirkjun hefur allt frá 2013 unnið að árangursríku rannsóknar og þróunarverkefni með tvær vindmyllur. Samanlögð afkastageta þeirra er upp á 2MW.  Með hliðsjón af meðalafkastastuðli verkefnisins, sem fer yfir tölur vindgarða á hafi úti, þá sýnir það að miklir möguleikar eru fyrir þróun vindorku á Íslandi.

Í dag eru nokkrir aðilar að skoða vindorkuþróun á ýmsum svæðum á Íslandi og Landsvirkjun  er að hefja framkvæmdir á vindorkugarði haustið 2024.

Í bland við grunnorkugetu vatnsafls og jarðvarma, myndi vindorka auka framboð á samkeppnishæfri grænnri orku á Íslandi.

Hvað er vindorka?

Vindorka er ferlið þar sem vindur er notaður til að framleiða vélrænt afl  eða rafmagn. Vindorka er framleidd með vindmyllum sem umbreyta hreyfiorku vindsins í vélrænt afl. Þetta vélræna afl er nýtt til ákveðinna vekrefna eins og umbreyta því í rafmagn með rafala. Aflið getur einnig verið notað til að mala korn eða dæla vatni.

Hver er ávinningurinn að nýtingu vindorku?

Endurnýjanleg

Vindorka er endurnýjanleg og losunarlaus orkugjafi. Að nota vind til að framleiða orku hefur minni áhrif á umherfið en aðrir orkugjafar

Lítið fótspor

Hver vindmylla tekur tiltölulega lítið landrými. Vindorkugarðar þar sem hópur vindmylla eru settar upp, eru staðsettar á opnu landi, á fjallshryggjum eða úti á hafi, í vötnum eða sjó.

Baseload

Vindorka hefur ekki áhrif á grunnorkuþörfina, þar sem grunnorkuframleiðendur geta ekki minnkað framleiðslu sína þegar vindmyllur framleiða orku á tímum lítillar eða engrar hámarksorkuþarfar. Umframframleiðsla rafmagns þarf því að losa í jörðina eða að slökkva á vindmyllunum.

Hreinleiki

Vindmyllur losa ekki mengandi efni í loft eða vatn, nema í afar sjaldgæfum undantekningum, og þær krefjast ekki vatns til kælingar. Þær geta dregið úr raforkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, sem stuðlar að minni loftmengun og minni losun koltvísýrings.