Snerpa Power er nýr aðildarfélagi Orkuklasans

31.01.2025

Raðir Orkuklasans eflast með nýjum félaga en okkar nýjasti félagi er Snerpa Power

Við bjóðum nýsköpunarfyrirtækið Snerpa Power velkomið til leiks! 
En Snerpa Power gekk í raðir Orkuklasans nú í janúar.

SnerpaPower er leiðandi tæknifyrirtæki á raforkumarkaði sem hefur það að markmiði að aukna nýtni raforkukerfisins og hraða orkuskiptum. Fyrirtækið þróar og rekur hugbúnað sem gerir stórnotendum raforku, eins og t.d. gagnaverum og álverum, kleift að nýta lifandi gagnastrauma til að besta og sjálfvirknivæða skammtíma ákvarðanatöku tengdri raforkunotkun og þátttöku á markaði auk þess að uppfylla skyldur um skil á áætlunum og pöntunum rafmagns.