Fjölmenni í Arion Banka á Nýársfundi
17.01.2025
Fjölmenni kom saman á nýársfundi Orkuklasans sem haldinn var í Arion Banka 16.janúar
Hinn árlegi árlegi nýársfundur Orkuklasans fór fram í Arionbanka þar sem saman voru komnir lykilaðilar úr greininni. Yfirskrift fundarins var heilbrigður orkugeiri, heilbrigt samfélag.
Öflugir og skemmtilegir fyrirlesarar og þátttakendur í pallborði voru meðal þeirra sem ræddu um mikilvægi orkugeirans í samfélaginu. Enda endurspeglast heilbrigði hvers samfélags í orkukerfinu. Mikilvægt er að viðhalda og tryggja flutningskerfið, að það sé uppfært með reglubundnum hætti þannig að samfélagið fái næga næringu af nægjanlegri orku, að öðrum kosti horfum við á næringarskort sem dregur úr mættinum og getu til verðmætasköpunar.
Upptökur frá fundinum verða aðgengilegar hér á síðu Orkuklasans síðar í mánuðinum eða byrjun febrúar.
Bergur Ebbi, it is all about Energy - Snýst allt um orku
Þátttakendur í pallborði:
Árni Magnússon, IREC & CEO of ISOR
Björk Þórarinsdóttir, CEF of HS Orka
Sævar Freyr Þráinsson, CEO of Reykjavík Energy
Ríkarður Ríkarðsson, Landsvirkjun
Moderator: Stefán Einar Stefánsson
Erla Sigríður Gestsdóttir, sérfræðingur í Umhverfis, loftlags og orkuráðuneytinu