Orkuklasinn

Framtíðarsýn og lykilstarfsemi

Orkutengd starfsemi er grunnur velferðar lands og þjóðar. Með öflugri nýsköpun og virkri miðlun þekkingar stuðlar Orkuklasinn að frekari verðmætasköpun og aukinni hæfni þannig að hægt verði að tryggja frekari efnahagslegar, samfélagslegar og umhverfislegar framfarir.

Lykilstarfsemi Orkuklasans er að efla samvinnu þvert á félaga og greinar og hraða mikilvægum úrbótum og breytingum til aukinnar framþróunar í orkutengdri starfsemi. Miklar kröfur eru gerðar á greinina til ná stórum og mikilvægum markmiðum á sviði loftlagsmála bæði heima og að heiman.

Áherslur Orkuklasans :

*   Nýsköpun og þróun
*   Fræðsla, þjálfun og þekkingarmiðlun
*   Alþjóðasamstarf

Meðfylgjandi er klasakort orkumála á Íslandi og þegar horft er yfir stóru myndina þarf margt að ganga upp til að samfélag byggist upp líkt og okkar

Meginmarkmið

  • Stuðla að aukinni nýsköpun, stofnun sprotafyrirtækja, rannsóknum og þróun
  • Styrkja ímynd Íslands sem land endurnýjanlegrar orku
  • Stuðla að aukinni verðmætasköpun, þekkingu og færni aðildarfélaga
  • Stuðla að þróun og útflutningi sérhæfðrar vöru og þjónustu og verndun hugverka
  • Efla tengslanet og upplýsingaflæði milli orkugeirans, stjórnvalda og samfélagsins

Hér er að finna skýrslu aðgerðaráætlunar 2025