Mikilvægur þáttur í starfi klasasamstarfs er að byggja upp mismunandi faghópa þar sem félagar eru virkjaðir til þátttöku til að ræða möglegar lausnir á mikilvægum hlutum sem snertir starfsemi orkutengdra starfsemi.
Í gegnum árin hafa fjölmargir hópar komið að störfum sem hafa lagt fram drög að úrbótum og auknum árangri þvert á virðiskeðjuna. Fyrirtæki orðið til og verkefni.
Faghópar sem eru starfandi í dag 2024 - 2025**:**
- AOK - Alþjóðahópur Orkuklasans,
hefur það markmið að vinna að úrlausnum og eða leiða tækifæri félaga á erlendum mörkuðum í samvinnu við Íslandsstofu og aðra lykilaðila í greininni. - NOK - Nýsköpunarhópurinn
hefur það markmið að vinna þvert á félaga og leita eftir og fylgja úr hlaði ólíkum verkefnum og áherslum sem stuðla að því að efla verðmætasköpun í greininni. - IGC - The Iceland Geothermal Conference
Fagnefnd IGC er að vinna að því að byggja upp innihald fagráðstefnu OK, IGC. Nefnd þessa verkefnis er skipuð fyrir hverja ráðstefnu. Sú 6. röðinni verður haldin vorið 2027.