Í samvinnu við ACT Cluster Norway, orku og iðnaðarklasa í norður Noregi förum við af stað í haust með verkefni sem stutt er af NORA undir heitinu ERNA - Energy Resiliance in the North. Þessir klasar fengu lítinn styrk frá NORA, norrænu ráðherranefndinni í Færeyjum, til að efla seiglu og þol orkugeirans á norðurslóðum. En auk Íslands og Noregs, munu Færeyjar og Grænland einnig taka þátt.
Norðurslóðir standa frammi fyrir vaxandi áskorunum í orkumálum vegna orkuskipta, loftslagsbreytinga og alþjóðlegrar óvissu. Þörf er á auknu orkuöryggi, sveigjanlegum lausnum og þverþjóðlegu samstarfi til að tryggja stöðug og sjálfbær orkukerfi fyrir samfélög og atvinnulíf í Noregi, á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.
Verkefnið miðar að því að efla seiglu í orkumálum með nýsköpun, samstarfi og þekkingarmiðlun að leiðarljósi. Aðildarfélagar Orkuklasans munu verða boðin þátttaka og það er von okkar þetta samtal geti orðið til áhugaverðrar samvinnu og verkefna milli aðila.
KICK - OFF fundur verður haldinn 20. október en nánari upplýsingar verða sendar félögum í tíma - sjá hér
Markmið og væntanlegar niðurstöður:
- Greina áskoranir og tækifæri til aukins orkuöryggis á NorðurAtlantshafssvæðinu.
- Efla samstarf orkuklasa, stefnumótenda og atvinnulífs.
- Móta vegvísir fyrir sameiginlegar aðgerðir og möguleg pilotverkefni m.a. í EES/ESB samhengi.
- Stuðla að aukinni miðlun þekkingar og bestu starfsvenja.
- Þróa stefnumótandi tillögur til að styrkja seiglu og öryggi orkukerfa.