Jarðvarmi fyrir breytilegan heim
Frá auðlindum Íslands til alþjóðlegrar seiglu, nýsköpunar og velferðar
Frá því að klasavettvangurinn fór af stað hefur Iceland Geothermal Conference, IGC - ráðstefnan verið meðal mest sóttu viðburða í jarðvarmaheiminum á heimsvísu. Viðburðurinn hefur átt stóran þátt í að draga Ísland fram sem „sýningarglugga“ endurnýjanlegrar orku. Eigandi ráðstefnunnar er Orkuklasinn og félagar hans.
Nú leggjum við af stað með sjöttu IGC (IGC 2027) sem mun draga saman leiðtoga, sérfræðinga jafnt frumkvöðla og fjárfesta víðs vegar að úr heiminum til að kanna umbreytandi hlutverk jarðvarma í heiminum.
Sérþekkingu Íslands á sviðinu er einstök og því býður IGC upp á sjaldgæft tækifæri til að upplifa af eigin raun hvernig jarðvarmalausnir stuðla að seiglu, nýsköpun og hagsæld og velferð í samfélögum.
Jarðvarminn er mikilvæg lausn í orkubúskap hverrar þjóðar sem hann getur nýtt ekki síst þegar harða verður orkuskiptum æ frekar. Jarðvarminn skilar ekki einungis hreinni orku, heldur stuðlar að nýjum tækifærum til fjármögnunar, tækniframfara og velsældar samfélaga.
Hér getur þú fundið úrval af upptökum frá viðburðinum í 5. IGC ráðstefnunnar sem haldin var 2024: Hápunktar má finna hér can be find here
Hér hægt að fanga stemminguna á þessum frábæra viðburði með því að horfa á myndbandið hér eða skoða frábærar myndir af öllum þátttakendum.
Við hlökkum til þeirrar 6. í röðinni en sjötta IGC verður haldin í Hörpu 25.-27. maí 2027.