IGC - Iceland Geothermal Conference

Allt frá því að klasavettvangurinn fór af stað þá hefur íslenska jarðvarmaráðstefnan (Iceland Geothermal Conference) verið einn af mest sóttu viðburðum í jarðvarmaheiminum. Þessi ráðstefna hafði jafnframt áhrif á að Ísland var dregið fram sem einn helsti "sýningargluggi" á sviði endurnýjanlegrar orku. Eigandi ráðstefnunnar er Orkuklasinn og félagar hans.

Vorið 2024 héldum við okkar 5. IGC í Hörpu í maí 2024. Ráðstefnan  þótti ganga afbragðs vel þar sem hingað komu um 600 þáttttakendur frá 52 þjóðernum og öllum heimsálfum.

Íslenska jarðvarmaráðstefnan er einstakur vettvangur sem Orkuklasinn hefur byggt upp í gegnum árin og þetta ár var engin undantekning. 
IGC er einstakur vettvangur sem sameinar leiðandi stjórnendur   og tengdum greinum í jarðvarmageiranum.

Hér getur þú fundið úrval af upptökum frá viðburðinum í maí: Hápunktar má finna hér  can be find here

Hér hægt að fanga stemminguna  á þessum frábæra viðburði með því að horfa á myndbandið hér eða skoða frábærar myndir af öllum þátttakendum.

Við hlökkum til þeirrar 6. í röðinni en  sjötta IGC verður haldin í Hörpu 25.-27. maí 2027.