Það er áhugavert og skemmtilegt að deila því að Orkuklasinn lætur fjármuni þá sem koma inn vegna verkefna sinna renna til frekari uppbyggingar innan greinarinnar. En í lok árs 2022 áskotnaðist Orkuklasanum fjármuni vegan WGC 2020/21 sem ætlað er að styðja við nýsköpun og fjárfestingar á sviði endurnýjanlegrar orku.
Til að tryggja farveg þessara fjármuna sem bestan og ávinninginn sem mestan, þá valdi stjórn Orkuklasans vandlega fulltrúa úr hópi aðildarfélaga, sérfræðinga til að leiða vinnuhóp um stofnun fjárfestingastjóðs.
Vinnuhópurinn hefur allt frá ársbyrjun 2023 unnið ötulega að stofnun á svona sjóði. Það er gert ekki síst í ljósi brýnna þarfa á fjárfestingum á þessu sviði og mikilvægt að einkaaðilar jafnt sem opinberir aðilar sameinist til að styrkja samfélagið á sem ábyrgastan hátt.
Eftri ígrundun, úttektir, umræður, kynningar og faglegan undirbúning þá var valið að ganga til liðs við Íslandssjóði til að leiða þetta verkefni í janúar 2024.
Svona verkefni er ekki hrist fram úr erminni enda þarf að vanda vel til verka og er gert ráð fyrir að öllu óbreyttu að fjárfestingasjóðurinn IS Afl fjárfestingar og IS Afl nýsköpun taki til starfa á árinu 2025.