Vorið 2023 hóf Orkuklasinn verkefni sem miðar að því að styrkja tengsl við háskólaumhverfið og ná til öflugra stúdenta þegar leitað var eftir framúrskarandi meistararitgerðum á sviði endurnýjanlegrar orku eða tengdra greina árið 2022.
Markmiðið þess verkefnis er eftirfarandi:
- Að veita hvatningarverðlaun til einstaklings með framúrskarandi verkefni á sínu sviði og tengist viðfangsefninu.
- Að efla og styrkja brýrnar milli Orkuklasans og vísindasamfélagsins og hvetja ungt fólk til að taka að sér verkefni með hagnýtt gildi og koma sér á framfæri sem eftirsóttir nýliðar í greininni.
Mikilvægt að tryggja að greinin laði að sér einstaklinga og sérfræðinga til að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem þarf til að ná þeim markmiðum sem samfélagið hefur sett sér.
Orkuklasinn leitaði tilnefninga frá öllum háskólum landsins, þar sem krafist var að lokaverkefnin uppfylltu hæstu kröfur sem gerðar eru til rannsóknarritgerða á viðkomandi menntunarstigi og væru fræðilega vönduð í hvívetna.
Nokkrar tilnefningar bárust og 2023 var það Charlotte Barlow sem var valin.
Verkefni hennar talaði til okkar frá ýmsum sviðum, orkuframleiðslu, umhverfi, loftslagi, stefnumótun, alþjóðlegum verkefnum og félagslegum þáttum. Markmið lokaverkefnis hennar var að kanna möguleika á kolefnisbindingu og kolefnissteindun í Olkaria, stærsta starfandi jarðvarmasvæði Kenýa, með því að nota jarðvarmavirkjunina Olkaria IV sem tilviksrannsókn.
Næsta tilnefning verður vorið 2025.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við info@energycluster.is.