Orkumarkaðurinn í Yukon í Kanada – Sendinefnd 5-9. maí nk.
Sendiráð Íslands í Ottawa í samstarfi við Orkuklasann skipuleggur sendinefnd íslenskra fyrirtækja til Yukon í Kanada til að skoða tækifæri í jarðhita, vatnsafli og vindorku.
Í ferðinni verður m.a. rætt við hagaðila í Yukon um:
- Endurnýjun vatnsaflsmannvirkja, stjórnun og umhverfisvernd
- Þróun jarðhita verkefna og bein notkun jarðhita
- Samþætting jarðhitaauðlinda í samþætta auðlindaáætlun
- Vöktun á ástandi lína/eftirlit með bilun og viðbrögð
Þá munum sendinefndin taka þátt í „Arctic Indigenous Investment“ ráðstefnunni í Yukon 6.-8. maí og hitta hagaðila í Vancouver á leiðinni heim til Íslands.
Þeir sem hafa áhuga og eða vilja fá frekari upplýsinga eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Hlyn Guðjónsson, sendiherra Íslands í Kanada, hlynur@mfa.is