Orkuklasinn
Orkuklasinn hefur verið starfandi formlega frá 2013, áður Jarðvarmaklasi er einn fyrsti formlega stofnaði klasavettvangurinn á Íslandi sem drifinn er af fyrirtækjunum sjálfum.
Allt frá árinu 2018 hefur klasavettvangurinn lagt áherslu á alla orkutengda starfsemi og horfir þá til allra þeirra orkutengdu starfsemi sem hér á landi er að finna: jarðvarma vatnsorku, vindorku og rafeldsneyti.
Orkuklasinn er þverfaglegur fyrirtækjadrifinn samstarfsvettvangur fyrirtækja og stofnanna, stjórnvalda jafnt sem vísindasamfélagsins, sem starfa í og með íslenska orkugeira. Aðildafélagar koma alls staðar að úr virðiskeðju. orkutengdra starfsemi. Megintilgangur Orkuklasans er að efla samkeppnishæfni félaga sinna og samfélagsins með markvissum aðgerðum og leiðum.
Orkuklasinn er virkur þátttakandi í atvinnulífinu hér heima jafnt sem erlendis. Orkuklasinn er aðili að IGA og GGA sem og TCI Network. Þá er Orkuklasinn stofnaðili að Samtaka klasa á Íslandi.
Stjórnun klasans á höndum framkvæmdastjóra ásamt fulltrúum úr stjórn félagsins. Árlega er kosið úr hópi fullgildra aðildarfélaga í stjórn félagsins á aðalfundi.
Ávallt situr hver fulltrúi stjórnar í 2ár. Formaður er sérstaklega kosinn í 2 ár í senn. Aðalstjórn er skipuð af 7 fulltrúum og varastjórn af 7 fulltrúum. Frekari upplýsingar má finna hér á tengdum síðum.
Árangur Orkuklasans, áður Jarðvarmaklasans er umtalsverður og hefur leitt að sér