Ábyrg og sjálfbær í meira en 100 ár
Sameinuðu þjóðirnar skilgreina endurnýjanlega orku sem þá orku sem fengin er úr náttúrulegum uppsprettum sem endurnýjast hraðar en þær eru notaðar. Sólarljós og vindur eru slíkar uppsprettur sem eru stöðugt að endurnýjast. Endurnýjanlegir orkugjafar eru miklir allt í kringum okkur. Framleiðsla endurnýjanlegrar orku veldur mun minni losun en brennsla á jarðefnaeldsneyti, eins og kolum, olíu og gasi. Ísland er land endurnýjanlegrar orku, staðsett í miðju Atlantshafi mitt á milli heimsálfanna Ameríku og Evrópu.
Ísland er ríkt af náttúruauðlindum. Þjóðin er því lánsöm að hafa haft það tækifæri og hugrekki að stjórna auðlindum sínum með ábyrgum og árangursríkum hætti og með því lagt grunninn að þeirri velferð og velmegunum sem byggst hefur upp á landinu.
- Staðsetning - 64°08′N 21°56′W
- Íbúar í landinu - 383.726 manns
- Stærð landsins - 103.000 km2
- VLF á hvern íbúa - $78.700 Worldbank - 2023
- VFF - SPI skor - 89,54/100 (5/169 countries - SPI 2022)
- Fyrsta jarðvarmavirkjun landsins 1969 ~ 800 Mwe
- Upphitun húsa á Íslandi er 90% jarðvarmi 10% rafmagni
- Rafmagn á Íslandi er 30% jarðvarmi 70% vatnsafl