IGC Back on Stage – May 2024

We are thrilled to share with the geothermal and the energy world that we are preparing the 5th IGC – Iceland Geothermal Conference, which will find place in Harpa, Reykjavik Iceland May 28-30th 2024.

Fimmta IGC – Iceland Geothermal Conference ráðstefnan í Reykjavík í maí 2024

Við erum stolt að geta deilt því með umheiminum að fimmta IGC – Iceland Geothermal Conference alþjóðlega ráðstefnan fer fram í Hörpu, Reykjavík í 28-30. maí 2024.

IGC ráðstefnan er viðburður þar sem kastljósinu er beint að þeim fjölmörgu og fjölbreyttu möguleikum sem uppbygging í jarðhitageiranum býður upp á. Á viðburðinum er kafað ofan í hvernig þessi geiri getur stuðlað að félagslegri velmegun og öryggi. Með yfirgripsmikilli dagskrá lofar IGC 2024 einstakri upplifun og þekkingu.

Við erum jafnframt sérstaklega ánægð  og stolt að segja ykkur að Orkuveita Reykjavíkur hefur skrifað undir samkomulag um að vera fyrsti Platinum þátttakandinn að verkefninu. Orkuveitan er einn af okkar lykilaðilum í klasasamstarfinu og eitt af flaggskipum Íslands þegar kemur að jarðhitanýtingu á Íslandi.

Með þátttöku á IGC2024 öðlast þátttakendur aukna innsýn, hæfni og þekkingu um það sem er að gerast í jarðhitaþróun á heimsvísu, læra af leiðtogum greinarinnar og tengjast fagaðilum víðsvegar að úr heiminum.  Hvort heldur sem þú ert að leitast við að efla þekkingu þína, byggja upp ný eða efla önnur viðskiptaskiptatækifæri eða leggja þitt af mörkum til sjálfbærra orkuskipta, þá er IGC2024 viðburður sem þú skalt ekki missa af.

Við hlökkum til að bjóða ykkur öll velkomin á IGC2024 í maí 2024.