HS Orka og Loki Power hljóta upplýsingatækni verðlaun Ský á UT Messunni 2025

11.02.2025

Nýjar tæknilausnir í orkutengdri starfsemi vinna til verðlauna á UT Messu 2025

UT - Messa Ský fór fram umliðna helgi með miklum glæsibrag þar sem veitt voru Upplýsingatækniverðlauna Ský 2024 voru veitt.

HS Orka hlýtur upplýsingatækniverðlaun Skýs 2025 fyrir
Deild auðlindastýringar HS Orku hefur þróað sjálfvirkt viðvörunarkerfi fyrir eldgos, það fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu. Hugbúnaðurinn les inn gögn sem send eru á hverri mínútu frá þrýsti- og hitamæli sem staðsettur er á 850 metra dýpi í holu SV-12 í Svartsengi. Næst greinir hugbúnaðurinn gögnin og ef þrýstimerkið bendir til þess að kvika sé á hreyfingu eru sjálfvirk viðvörunarskilaboð send til Veðurstofu Íslands. Viðvörunarkerfið hefur reynst afgerandi í því að upplýsa Veðurstofuna og Almannavarnir um yfirvofandi eldgos og er kerfið nýtt þar við ákvarðanir um rýmingar.

Mynd: Forseti Íslands ásamt Lárusi Þorvaldssyni
Myndin er fengin frá Sky.is

Laki Power var valið UT-Fyrirtækið 2024 - minni fyrirtæki (færri en 50 starfsmenn)

Laki Power hefur þróað lausn sem eykur rekstraröryggi og nýtingu háspennulína. Lausnin samanstendur af tækjum sem eru sett á háspennulínur og hugbúnaði sem tekur við gögnum og myndefni frá tækjunum í rauntíma.

Hugbúnaðurinn metur flutningsgetu línunnar auk þess að greina möguleg vandamál sem geta leitt til skerðingar í orkuflutningi svo sem ísingu og seltu en getur einnig varað við öðrum hættum eins og skógareldum. Lausnir Laka Power eru nú þegar í notkun hjá nokkrum af stærstu raforkufyrirtækjum heims. Að auki er Laki Power að þróa hleðslustöðvar fyrir dróna á háspennulínum með einkaleyfisvarinni orkunámstækni.

Mynd: Forseti Íslands ásamt framkvæmdastjóra, Ósvaldi Knudsen og starfsmönnum
Myndin er fengin frá Sky.is