Með byr í seglum - frábær fundur OK og KPMG
„beislun nýrra orkuleiða eru lykilatriði til að stuðla að bættu orkuöryggi og auknum sveigjanleika orkukerfisins." Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis, loftlags og orkumála
Frábær fundur Orkuklasans og KPMG um stöðu vindorkunnar á Íslandi fór fram á Hilton Reykjavík Nordica 5. mars sl.
Uppselt var á fundinn og voru framsöguerindi mjög góð og fræðandi.
Ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála, Jóhann Páll Jóhannsson, ávarpaði fundinn og tók fram að beislun nýrra orkuleiða væri lykilatriði til að stuðla að bættu orkuöryggi og auknum sveigjanleika orkukerfisins. Jóhann Páll fór jafnframt fram á nauðsyn þess að skapa sátt um vindorku.
„Við þurfum að leysa úr óvissu þegar kemur að greiðslu fasteignagjalda af orkumannvirkjum. Ég held að ef við náum ekki samstöðu um þetta þá komumst við ósköp lítið áfram og náum engri samfélagslegri sátt um vindorkukosti. Því tel ég einboðið að teikna verði upp skýra mynd af því hvernig ávinningur af vindorku, sem og öðrum orkukostum, skili sér með sanngjarnari hætti í nærsamfélagið,“ sagði ráðherra og tók fram að hann myndi leggja áherslu á aðkomu sveitarfélaga við ákvörðunarferli um uppbyggingu vindorkuvera sem muni byggjast á langtímasýn, á grundvelli skipulags. „Hér er úrlausna þörf og það kallar á samhæfða vinnu milli míns ráðuneytis og svo fjármála- og efnahagsráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins,“ sagði Jóhann Páll og tók fram að rík samstaða um mikilvægi þessara mála ríkti innan ríkisstjórnarinnar: „Markmið okkar í orkumálum eru skýr. Við ætlum að ryðja burt hindrunum og liðka fyrir framkvæmdum. Við ætlum að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni þannig að stutt verði við raforkuöryggi, orkuskipti og verðmætasköpun um allt land.“
Nánari upplýsingar um efnistök dagskrár eru gerð góð skil á heimasíðu KPMG ásamt upptökum - hér : https://kpmg.com/is/is/home/events/2025/02/med-byr-i-seglin.html