Loki Power nýr aðili að Orkuklasanum

07.02.2025

Startup fyrirtækið Loki Power hefur gengið til liðs við Orkuklasann

Við erum stolt að kynna til leiks nýjasta aðila að Orkuklasanum, Laka Power. www.lakipower.is

Laki Power hefur þróað lausn sem eykur rekstraröryggi og nýtingu háspennulína. Lausnin samanstendur af tækjum sem eru sett á háspennulínur og hugbúnaði sem tekur við gögnum og myndefni frá tækjunum í rauntíma. Hugbúnaðurinn metur flutningsgetu línunnar auk þess að greina möguleg vandamál sem geta leitt til skerðingar í orkuflutningi svo sem ísingu og seltu en getur einnig varað við öðrum hættum eins og skógareldum. Lausnir Laka Power eru nú þegar í notkun hjá nokkrum af stærstu raforkufyrirtækjum heims. Að auki er Laki Power að þróa hleðslustöðvar fyrir dróna á háspennulínum með einkaleyfisvarinni orkunámstækni.

Við bjóðum Laka Power velkominn í Orkuklasann.