Saman erum við sterkari
Saman erum við sterkari - skilaboð framkastjóra
Saman erum við sterkari - skilaboð framkastjóra
Saman erum við sterkari - skilaboð framkvæmdastjóra
Samstarfsvettvangurinn Orkuklasinn byggir í grunninn á samstarfs og samvinnuverkefnum, þar sem deiling þekkingar er lykilþáttur sem leiðir til aukinna framfara fyrir aðildarfélaga og samfélagið í heild sinni.
Eftir fjármálahrunið var leitað leynt og ljóst hvernig Íslendingar gætu byggt upp land og þjóð og aukið verðmætasköpun á ný. Fyrir frumkvæði og hugrekki sérfræðinga úr atvinnulífinu var prófessorinn Michael Porter við Harvard háskóla fenginn til að kortleggja jarðvarmaklasa á Íslandi. En Porter er guðfaðir klasahugmyndafræðanna. Kortlagning þessi var kynnt 2010 á fyrstu Iceland Geothermal ráðstefnunni. Þarna kemur fram að forskot Islendinga lág í þekkingu á sviði jarðvarma og mikil reynsla var að finna hér á landi og og mikilvægt að nýta þessa mikilvægu auðlind Íslendinga betur.
Í kjölfarið hófst uppbyggingar og innleiðingarferli að stofnun Jarðvarmaklasans. 15. febrúar 2013 varð félagið um vettvanginn síðan að veruleika. Slíkt þverfaglegt samstarf hafði á þessum tíma ekki verið formgert áður og vakti athygli bæði hér heima og erlendis. Nokkrir formgerðir klasavettvangar og verkefni hafa fylgt í kjölfarið hér heima. Þetta tókst með framsýni og hugrekki öflugra stjórnenda sem komu úr allri virðiskeðjunni. Stjórnendur sem ákváðu að vinna saman að því að efla greinina innan frá til að styrkja getuna til aukinna verðmætasköpunar. 2018 var síðan fókusinn útvíkkaður með það að leiðarljósi að horfa til allra helstu orkustrauma sem Íslendingar vinna að eða ætla að byggja upp ; vatnsafl, jarðvarmi, vindur og rafeldsneyti, undir nafninu Orkuklasinn/ Iceland Renewable Energy Cluster.
Á þessum áratug sem Orkuklasinn hefur verið starfandi hefur kjarnastarfsemi klasasamstarfsins endurspeglað þekkingarmiðlun, fræðslu og nýsköpun. Til að nefna einungis nokkur af þeim fjölmörgu verkefnum sem Orkuklasinn skilur eftir sig þegar horft er til baka eru 4 Iceland Geothermal ráðstefnur (þúsundir gesta), SDEC ráðstefnan 2019 og síðast en ekki síst WGC2020 +1. En með þessum stóru og umfangsmiklu verkefnum hefur Orkuklasanum tekist að byggja upp og styrkja Ísland sem einn helsta sýningarglugga endurnýjanlegrar orku sem jafnframt endurspeglar mikilvægi ábyrga nýtingu náttúruauðlinda og hvernig þessari þjóð hefur tekist að búa um það velferðarsamfélag sem við búum í.
Nýsköpunarhraðallinn SER – Start up Energy Reykjavik er eitt mikilvægt verkefni sem á rætur sínar að rekja til Orkuklasans (2014-2015-2016) Þar urðu nokkur öflug félög til sem enn eru starfandi í dag og eru að vinna að góðum hlutum. Hér hefur einungis verið stikklað á stóru af þeim fjölmörgu mikilvægu verkefnum sem hafa ratað á borð Orkuklasans eða orðið til og hafa haft umtalsverð áhrif.
Orkumál eru grunnurinn að velferð og velmegun Íslendinga sem þarf að viðhalda. Hlutverk Orkuklasans hefur því aldrei verið jafn mikilvægt og einmitt í dag. Klasar tengja ólíkar atvinnugreinar og strauma og geta skapað ný tækifæri og nýjar leiðir til verðmætasköpunar. Nýsköpun á sviði orkumála skiptir höfuðmáli í viðleitni til að berjast gegn loftlagsvánni og því er mikilvægt að beisla drifkrafta framfara sem klasar geta framkallað.
Orkuklasinn ætlar að halda áfram að hafa áhrif og sýna árangur í verki. Mörg spennandi verkefni eru í farvatninu á komandi misserum s.s. IGC2024, fjárfestingasjóður í orkutengdri starfsemi svo fátt eitt sé nefnt. Við munum halda áfram að stuðla að þverfaglegu samstarfi með virkum félögum og samstarfsaðilum bæði hér heima og erlendis.
Nú sem aldrei fyrr þarf samstarf til að koma verkefnum áfram. Til þeirra verka þarf þekkingu til að ásættanlegur árangur náist og framfarir eigi sér stað. Við viljum sjá enn meiri slagkraft og ef þú vilt hafa áhrif þá átt þú heima í Orkuklasanum. Saman erum við sterkari og áhrifameiri. Megi Orkuklasinn vaxa og dafna í þágu greinar og þjóðar um ókomin ár.
Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans.