Jarðhitamarkaðurinn í Evrópu - ný skýrsla frá EGEC

10.07.2025

Jarðvarminn sækir á í Evrópu

🌍 Jarðhitamarkaðurinn í Evrópu 2024

– Ný skýrsla frá EGEC

Nýútkomin ársskýrsla EGEC (European Geothermal Energy Council) sýnir að árið 2024 markaði umbreytingarskeið fyrir evrópskan jarðhitamarkað. Þrátt fyrir að vöxtur hafi víða verið hægur vegna skorts á stefnumótandi stuðningi og langra leyfistímabila, má sjá mikil tækifæri fram undan:

🔸 Rannsóknir jukust verulega með metfjölda jarðfræðirannsókna og marka vísbendingar um auknar framkvæmdir á næstu árum.

🔸 Þrjár nýjar jarðvarmavirkjanir voru teknar í notkun í Tyrkland og Austurríki 2024 og samtals eru nú 147 jarðvarmavirkjanir í Evrópu.

🔸 10 ný hitaveitukerfi (District heating and cooling DHC) fóru í gang í álfunni og þar af 3 í Póllandi og 2 í Bretlandi – og yfir 400 ný kerfi eru í þróun.

🔸 Sala á varmadælum drógst saman um 29%, en tæknin býður upp á mestan sparnað og minnst álag á rafkerfi – nýjar aðgerðir ESB gætu snúið þróuninni við.

🔸 Geymsla jarðvarmaorku (Underground Thermal Energy Storage - UTES) eru í örri þróun og gefur -  Noregur prófaði háhita kerfi og Schiphol flugvöllur innleiðir ATES tæknina.

🔸 Framtíðin lofar góðu: Framundan er evrópsk jarðhitastefna sem gæti rutt úr vegi helstu hindrunum og opnað á víðtækari fjárfestingu í jarðhita um alla Evrópu.

Við fylgjumst áfram náið með þróuninni og hvetjum félagsmenn okkar til að kynna sér skýrsluna og meta tækifærin sem eru í burðarliðunum. Íslendingar eiga bæði þátt og mikið erindi á þessum mörkuðum með því að sýna mikilvæga þekkingu og reynslu til að beisla jarvarmann í þágu samfélaga.

Sjá hér lykilniðurstöður markaðsgreiningu EGEC júlí 2025.