Íslenski Orkuklasinn og Colorado School of Mines taka höndum saman til að efla nýsköpun í jarðhita og kolefnisföngun
13.11.2024
Orkuklasinn og Colorado School taka höndum saman og efla nýsköpun á sviði jarðhita og kolefnisföngun
Íslenski Orkuklasinn og Colorado School of Mines taka höndum saman til að efla nýsköpun í jarðhita og kolefnisföngun
Denver, Colorado, 13. nóvember 2024 –
Orkuklasinn (IREC) og Colorado School of Mines skrifuðu undir viljayfirlýsingu með það markmið að þróa áfram lausnir og nýjungar á sviði jarðhita og kolefnisföngunar jafnt sem þjálfun og menntun á sviðinu. Hér er um að ræða áhugavert og spennandi skref tekið til að efla alþjóðlegt samstrf a´sviði endurnýjanlegrar orku og tækni á sviðinu.
Viljayfilýsinguna undirrituðu, formaður Orkuklasans, Árni Magnússon sem jafnframt er forstjóri ISOR og John Bradford, varaforseti alþjóðasviðs CSM. En viðstaddir undirritunina var nýr sendiherra Íslendinga í Bandaríkjunum, frú Svanhildur Hólm Valsdóttir, ásamt starfsliði hennar.
Undirbúningur að þessari samstarfsyfirlýsingu hefur staðið yfir frá því í júní þegar aðilar hittust á árangursríkri ráðstefnu Íslandsstofu sem haldin var í Colorado. Ráðstefnan var haldin í samvinnu við íslenska sendiráðsins í Bandaríkjunum. Það eru Prof. Manika Prasad, forstöðumaður CCUS Innovation Center við Colorado School of Mines, og Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska Orkuklasans, sem haf náð móta sýn og ramma inn þessi skref. „Þetta samstarf er mikilvægur þáttur í þeirri viðtleitni að efla og hraða fyrir framþróun og aðstoða aðildarfélaga að ná fram bestu lausnunum til að vera í fararbroddi á sviði hreinna orkulausna. Ég er spennt að sjá hvernig þessi samvinna mun skapa ný tækifæri fyrir aðildarfélaga okkar g styrkja tengsl milli stofnananna okkar,“ sagði Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans.
Samkomulagið mun vera vettvangur fyrir sameiginlegar rannsóknir, miðlun þekkingar og þróun nýstárlegrar tækni sem mun hraða alþjóðlegu orkuskiptunum. Nú þegar hefur Háskólinn í Reykjavík sýnt áhuga á að vera með í þessari vegferð sem og aðrir félagar Orkuklasans. Áherslur samstarfsins eru að nýta sérfræðiþekkingu Íslands á jarðhitakerfum og leiðandi stöðu Mines í rannsóknum á kolefnisföngun til að þróa orkulausnir sem eru sjálfbærar og hagkvæmar í stórum skala. Þetta samstarf markar upphaf spennandi nýrrar kafla í alþjóðlegri samvinnu á sviði endurnýjanlegrar orku.
Á mynd séð frá vinstri til hægri:
Ragnhildur Arnorsdóttir, counselor, Embassy of Iceland Washington DC, Einar Tómasson, trade Commissioner of Business Iceland USA, Árni Magnússon, chairman of IREC/CEO of ISOR, John Bradford frá CSM,
Ambassador of Iceland in USA, Svanhildur Hólm, Inese Berzina-Pitcher CSM og prof Manika Prasad CSM.