Verkefnið ERNA ( Energy Resilience in North Atlantic) ýtt úr vör
21.10.2025
Lykilaðilar á norðurslóðum leggjast á eitt og vinna að auknum viðnámsþrótti á sviði orkutengdrar starfsmi
Vikan hófst á stafrænum upphafsfundi á verkefninu ERNA- Energy Resilience for the North Atlantic, sem sameinar 55 þátttakendur úr virðiskeðju orku- og iðnaðar í Noregi, á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum.
Verkefnið, sem nýtur hlutafjármögnunar frá NORA – Nordic Atlantic Cooperation, hefur það markmið að efla samstarf um endurnýjanleg og viðnámsþolin kerfi orkutengdrar starfsemi á norðurslóðum og í Norður-Atlantshafi.
„Fyrir svæðin á norðurslóðum er orkuviðnámsþróttur sérstaklega mikilvægur,“ segir Monica Paulsen, framkvæmdastjóri Arctic Cluster Team (ACT).
„Fjarlæg staðsetning, krefjandi loftslag og langar aðfangakeðjur gera samfélög og atvinnulíf viðkvæm fyrir truflunum. Með því að sameina krafta yfir landamæri getum við byggt upp þann viðnámsþrótt sem þarf til að tryggja sjálfbæra þróun og efnahagslegan stöðugleika.“
Verkefnið var upphaflega þróað af Arctic Cluster Team í Noregi og Orkuklasanum (Iceland Renewable Energy Cluster), en síðar bættust við Greenland Business Association og Umhvørvisstovan frá Færeyjum.
„Endurnýjanleg orka og orkusparnaður eru ekki aðeins loftslagsmarkmið – þau eru undirstaða friðar, stöðugleika og efnahagslegs viðnáms,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Orkuklasans. „Norður-Atlantshafssvæðið gegnir lykilhlutverki í langtímaorkuöryggi Evrópu.“
Sveigjanleiki og jafnvægi lykilatriði
Á fundinum fluttu Erla Sigríður Gestsdóttir, sviðstjóri orkumála hjá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu á Íslandi, og Mons Ole Dyvik Sellevold frá Store Norske Energi á Svalbarða aðalerindi. Þar bentu þá á veikleika orkukerfa á norðurslóðum og mikilvægi þess að tryggja sveigjanleika og jafnvægi við samþættingu endurnýjanlegrar orku.
Í umræðum þátttakenda komu fram helstu áherslur um framtíð orkuviðnáms:
- Orkuviðnámsþróttur verður að fara hönd í hönd með samfélagslegri þátttöku og samþykki almennings.
- Tæknilausnir eiga að styðja hver aðra – ekki keppa við hverja aðra.
- Þörf er á heildstæðri nálgun sem sameinar endurnýjanlega orku, orkugeymslur og snjallnet.
- „Viðnámsþróttur í orkutengdri starfsemi jafngildir efnahagslegri seiglui.“
Næstu skref
ERNA-verkefnið heldur áfram með fjórum stafrænum vinnustofum frá nóvember 2025 til apríl 2026, þar sem fjallað verður um forgangsþemu tengd orkuviðnámi.
Með því að sameina sérþekkingu og miðla reynslu vilja samstarfsaðilarnir styrkja stöðu Norðurslóða og Norður-Atlantshafssvæðisins sem leiðandi svæða í sjálfbærri og viðnámsþolinni orkuskiptum.
Um verkefnið ERNA – Energy Resilience for the North Atlantic
ERNA er þverþjóðlegt samstarfsverkefni Arctic Cluster Team (Noregur), Iceland Renewable Energy Cluster (Ísland), Greenland Business Association og Umhvørvisstovan (Færeyjar). Verkefnið er að hluta fjármagnað af NORA – Nordic Atlantic Cooperation og miðar að því að efla svæðisbundið samstarf, nýsköpun og viðnámsþrótt í orkukerfum á norðurslóðum og í eyjasamfélögum.
Tengiliðir:
Monica Paulsen, Cluster Manager, Arctic Cluster Team (www.arcticclusterteam.no) 
(cell: +47 470 20 460, e-mail: mp@kph.no)
Rósbjörg Jónsdóttir, CEO, Iceland Renewable Energy Cluster (www.energycluster.is) 
(cell: +354 892 2008, e-mail: rosbjorg@energycluster.is)