The Incentive Award of IREC 2023 - Hvatningarverðlaun Orkuklasans 2023
17.05.2023
The Inventive Award of IREC 2024 goes to Charlotte Barlow from the University of Iceland
The Incentive Award of IREC 2023 - Hvatningarverðlaun Orkuklasans 2023
Á vormánuðum fór Orkuklasinn af stað með verkefni sem snýr að því að því að efla tengslin við háskólaumhverfið og að ná til öflugra kandidata þegar óskað var eftir framúrskarandi lokaritgerð á masterstigi á sviði endurnýjanlegrar orku eða tengdu viðfangsefni 2022.
Markmiðið er að veita hvatningaverðlaun þeim kandidat sem er með framúrskarandi verkefni á sínu sviði. Hér er verið að efla og styrkja brúnna á milli greinarinnar og vísindasamfélagsins og hvetja ungt fólk til að vinna verkefni sem hafa hagnýt gildi og skapa sér stöðu sem eftirsóttur starfskraftur. En mikilvægt er að tryggja að greinin fái fólk og sérfræðinga til að vinna þau mikilvægu störf sem þarf til að ná þeim mikilvægu markmiðum sem við ætlum okkur.
Orkuklasinn óskaði eftir tilnefningum frá öllum háskólunum þar sem þess var krafist að lokaverkefnin uppfylli ítrustu kröfur sem gerðar eru til rannsóknarritgerða á viðkomandi námsstigi og séu faglega unnin í hvívetna. Nokkrar tilnefningar bárust og í ár var það Charlotte Barlow sem varð hlutskörpust. Verkefnið hennar talaði til okkar frá öllum sviðum, orkuframleiðslu, umhverfi, loftslagi, stefnumótun, alþjóðaverkefnum og félagslegum þáttum. Markmið þessa lokaverkefnisins var að skoða möguleika á kolefnisföngun og steinrenningu kolefnis í Olkaria, stærsta virkjaða jarðhitasvæði Kenýa, Jarðhitavirkjunin Olkaria IV notuð sem tilviksrannsókn.
Við óskum Charlotte Barlow til hamingju og hlökkum til að eiga samskipti og samleið með henni í framtíðinni.