Morgunverðarfróðleikur hjá Advania

Þriðjudaginn 19. september var haldinn velheppnaður morgunverðarfróðleikur í höfuðstöðvum Advania

Stafræn hæfni fólksins einn mikilvægasti þátturinn til halda í við þróun morgundagsins

Morgunverðarfundur var haldinn hjá Advania þar sem farið var yfir mikilvægi stafrænnar hæfni og stafrænt öryggi. Tækninni fleygir fram og var frábært að hlusta á sérfræðinga félagsins deila með okkur að hverju við þurfum að huga.

Valeria Alexandersdóttir forstöðukona Veflausna fór yfir atriði sem fyrirtæki þurfa að hafa í huga til að skapa sér stafræna forystu. Án stafrænnar hæfni og markvissar þjálfunar er ekki mikils að vænta . Ragnar Sigurðsson ráðgjafi hjá Rekstrarlausnum fór yfir mikilvæga hluti er snýr að Internet of Things og hvaða tækniuppbygging þarf að vera til staðar til að takast á við innleiðingu gervigreindar og  Viðar Pétur Styrkársson, vörustjóri Hugbúnaðarlausna, fór yfir þætti sem snýr að hagnýtingu gervigreindar og tækifærin sem felast í tækninni.

Frábær morgunverðarfundur hjá Advania og þökkum við stjórnendum fyrir frábærar móttökur